Dagný Jónsdóttir, settur forstjóri Umferðarstofu.
Dagný Jónsdóttir, settur forstjóri Umferðarstofu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Fyrirtækið Tækniþjónusta Íslands hóf nýlega að bjóða þeim sem telja sig greiða of há bifreiðagjöld að lagfæra gjöldin. Grundvöllur fyrir lagfæringu er lagasetning sem tók gildi um síðustu áramót og fól í sér að bifreiðagjöld reiknast nú samkvæmt losun koltvísýrings ökutækisins. Ef upplýsingar um skráða losun liggja ekki fyrir er hún ákvörðuð út frá þyngd ökutækisins. Margir voru ósáttir með breyttan skattstofn og símalínur Umferðarstofu voru rauðglóandi í janúar síðastliðnum þegar greiðsluseðlar voru sendir út.

Dagný Jónsdóttir, forstjóri Umferðarstofu, segir það rangnefni að tala um „ranga skráningu“ bifreiðagjalda. Í lögunum sé skýrt kveðið á um að liggi upplýsingar ekki fyrir um skráða losun koltvísýrings skal losun ákvörðuð sem 0,12 grömm á hvert kíló eigin þyngdar ökutækisins. „Ef bifreiðareigandi hefur efasemdir um að nýtt bifreiðagjald sé rétt höfum við leitað í grunngögnum bifreiðarinnar. Það hefur verið mjög sjaldan sem við finnum villu í skráningu.“ Hún segir að til að mynda séu gögn um eldri bíla ekki til og því sé miðað við þyngd þeirra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.