Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti fyrir stundu grein inn á vef Viðreisnar þar sem hann yfirstrikaði og leiðrétti það sem hann kallaði „ambögur“ í eldri grein Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins.

Grein Sigurðar Inga, sem birtist í Morgunblaðinu 10. ágúst sl. ber nafnið „Háir vextir“  og fjallar, eins og nafnið gefur til kynna um stýrivexti Seðlabankans og vandamál sem fylgja þeim. Í formála fyrir grein Benedikts skrifar hann eftirfarandi: „Formaður Framsóknarflokksins skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið þann 10. ágúst síðastliðinn. Hún virðist reyndar hafa verið óyfirlesin og ég lagfærði því nokkrar ambögur þannig að nú er hún rétt. Feitletraður texti er leiðréttingar mínar og þeim sem ekki sáu greinina í Mogganum til fróðleiks læt ég rangan texta Sigurðar Inga fylgja yfirstrikaðan.“

Með lagfæringum sínum breytir Benedikt áherslum greinarinnar m.a. á þann veg að í stað þess að vandi íslensk hagkerfis séu i háir vextir sé það í raun íslenska krónan sem er uppruni vandans. Greinina í heild sinni með breytingum Benedikts má lesa hér.