Skuldagaldur ríkisstjórnarinnar virðist almennt hafa mælst vel fyrir og af fréttum er ljóst að háir sem lágir, hvar í flokki sem standa, sóttu um þessi grið hjá skattstjóra.

Vegna pólitískra deilna um ágæti þessarar ráðstöfunar voru þó ekki allir á eitt sáttir við hvernig rætt var um hana. Ríkisstjórnin kaus að tala um „leiðréttinguna“, en mörgum andstæðingum þótti það áróðurskennt.

Það er varla nýtt að menn reyni að velja réttu orðin inn í opinbera umræðu og stjórnin er ekki ein um það, eins og sjá má af deilum á vinnumarkaði, þar sem enginn vill játa að sóst sé eftir launahækkun, heldur aðeins bara leiðréttingu, þú skilur.

En hvað sögðu fjölmiðlar? Eins og sjá má að ofan töluðu þeir langsamlega mest um leiðréttingu eða ámóta. Sjálfsagt er þó eitthvað vantalið af hinu, menn völdu þessu fjölbreytileg orð.