Þau leiðu mistök urðu við vinnslu fréttar um kaup Kristins Más Gunnarssonar á meirihluta hlutafjár í Anderson & Lauth í Viðskiptablaðinu í morgun að Sigrún Andersen var sögð hafa tekið við sem framkvæmdastjóri Cintamani. Hið rétta er að hún tók við starfinu hjá Anderson & Lauth. Engin breyting hefur orðið á starfi framkvæmdstjóra Cintamani. Kristinn Már á meirihluta hlutafjár í báðum fyrirtækjum.

Helga Ólafsdóttir hefur jafnframt verið ráðin hönnuður Anderson & Lauth. Hún er einn eigenda og hönnuða Ígló, sem framleiðir barnaföt.