Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka.
Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka.
© BIG (VB MYND/BIG)
Í frétt í Viðskiptablaðinu í dag um stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið lagði á MP banka hf., sem nú heitir EA fjárfestingarfélag hf., segir í myndatexta að Styrmir Þór Bragason hafi starfað sem forstjóri bankans á þeim tíma sem sektin nær til. Hið rétta er að Styrmir Þór hætti sem forstjóri fyrr á árinu 2009 og tók Gunnar Karl Guðmundsson við starfinu í maí 2009. Viðskiptablaðið biðst afsökunar á rangfærslunni.

Sekt FME er lögð á vegna úttektar sem gerð var á rekstri MP banka í desember 2009. Þá kom í ljós að áhættuskuldbinding bankans af eiginfjárgrunni næmi 126,34%. Lögbundið hámark er 25%. Stofnað hafði verið til lánveitinga og annarra áhættu gagnvart fjórum einstaklingum, sem allir sátu í stjórn bankans. Í ákvörðun FME segir að áhættan hafi falist í lánum til hlutafélaga og einkahlutafélaga í eigu þeirra eða félaga sem þeir sátu í stjórnum hjá, „allt hluti af þéttriðnu tengslaneti fjórmenninganna sem var hnýtt með viðskiptatengslum og að hluta til fjölskylduböndum.“