Mistök urðu við útreikning á auðlegðarskattstofni 245 einstaklinga og hjóna í úttekt sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag, sem felur í sér að skattstofn samskattaðra hjóna eða sambýlisfólks er verulega vanmetinn. Þetta hefur þau áhrif að heildarskattstofn hópsins er 190 milljarðar en ekki 118 milljarðar eins og segir í úttektinni og að skattstofn tíu efnuðustu einstaklinganna og hjónanna á listanum eru samtals 66,7 milljarðar en ekki 51,8 milljarðar. Eru lesendur Viðskiptablaðsins beðnir afsökunar á þessum mistökum.

Hér fylgir leiðréttur listi yfir auðlegðarskattstofn tíu efnamestu einstaklingana og hjónin á lista Viðskiptablaðsins miðað við greiddan auðlegðar- og viðbótarauðlegðarskatt.

  1. Guðbjörg M Matthíasdóttir - 18.048.636.600,00 kr.
  2. Kristján H Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir - 9.528.780.000,00 kr.
  3. Þorsteinn Már Baldvinsson - 7.980.997.600,00 kr.
  4. Guðmundur Kristjánsson - 6.364.919.550,00 kr.
  5. Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir - 6.057.052.900,00 kr.
  6. Kristinn Gunnarsson og Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir - 4.118.338.300,00 kr.
  7. Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir - 3.914.047.300,00 kr.
  8. Arnór Víkingsson og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir - 3.737.993.700,00 kr.
  9. Guðmundur Ásgeirsson og Ólöf Guðfinnsdóttir - 3.526.847.700,00 kr.
  10. Ingi Guðjónsson og Ólöf og Sigríður Valsdóttir - 3.483.935.800,00 kr.