Í Viðskiptablaðinu í dag er fjallað um ávöxtun opinna verðbréfasjóða á síðasta ári. Í texta með umfjölluninni kom fram að sumir sjóðir á listanum hefðu ekki starfað út allt síðasta ár og bæri að skoða ávöxtun þeirra í því ljósi, en fyrir mistök kom ekki fram hvaða sjóðir það eru sem svo ætti við um. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.

Hér er listi yfir þá sjóði sem stofnaðir voru í fyrra, stofndagur þeirra og ávöxtun frá stofndegi til ársloka.

  • ALDA Hlutabréf - stofndagur 6. júní 2013 - ávöxtun  22,6%
  • ALDA Ríkisverðbréf - stofndagur 7. júní 2013 - ávöxtun 0,9%
  • ALDA Ríkisverðbréf löng - stofndagur 7. júní 2013 - ávöxtun 0,4%
  • GAMMA:CREDIT - stofndagur 25. mars 2013 - ávöxtun 3,8%
  • GAMMA:EQUITY - stofndagur 25. mars 2013 - ávöxtun 20,8%
  • Júpíter Lausafjársjóður - stofndagur 26. júní 2013 - ávöxtun 2,8%
  • Landsbréf - LEQ - stofndagur 15. maí 2013 - ávöxtun 10,5%
  • Landsbréf - LREAL - stofndagur 12. september 12. september 2013 - ávöxtun -3,8%