„Nýja starfið leggst mjög vel í mig, það er spennandi tækifæri að fá að taka við stjórnartaumum eins elsta og þekktasta matvælafyrirtæki landsins. „Ég hef ekki beina reynslu af viðskiptasviðinu, en tel að menntun mín og reynsla komi til með að nýtast vel í nýju starfi.“ Hugrún bætir þó við að hún hafi unnið í bönkum tvö sumur; sumarið 1988 í Samvinnubankanum sáluga og um fimm mánaða skeið árið 1989 í Alþýðubankanum Laugavegi 31. „Reyndar tel ég það ágæta reynslu af debet og kredit að halda utan fjárhag heimilisins eftir að hafa keypt íbúð árið 2007,“ segir Hugrún.

Hugrún er sálfræðingur að mennt og hefur starfsleyfi sem slíkur. Hún hefur unnið sem sálfræðingur við nokkra grunnskóla á vegum Kópavogsbæjar frá árinu 2007.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .