Niðurstöður leiðtogafundar G8-ríkjanna nú um helgina hafa áhrif um allan heim.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í morgun sem rakið er til átaka í samskiptum stórra vesturlanda og Íran. Þá er talið líklegt að samstaða G8 leiðtoganna um að halda eigi Grikklandi í evru-samstarfinu hafi einnig jákvæð áhrif.

Í Asíu varð hækkun á hlutabréfamörkuðum í morgun og það sama gildir um Eyjaálfu. Þetta rekja sérfræðingar einnig til samstöðu um evru-samstarfið. Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar Reuters.

Þá var lækkun á helstu vísitölum í Evrópu nú í morgun.