Í fyrstu heimsókn sinni til Kína skrifaði forseti Kenía, Uhuru Kenyatta, undir samning við forseta Kína, Xi Jinping. Samningurinn er fimm milljarða dollara virði. Peningurinn fer í að byggja lestarteina til að veita hraðari aðgang að höfnum Kenía til markaða innan álfunnar. Þetta kemur fram á vef BBC .

Restin af peningunum færu í að auka verndun dýralífs. Ekki var tekið fram hvort fjármagnið væri lán eða styrkur. Kína er nú þegar með mikil umsvif í Kenía, aðallega fjármagnsfrekum verkefnum á borð við vegagerð.

Forseti Kína hefur gefið það út að verið væri að kanna fleiri fjárfestingakosti, á borð við áveitur og áburðaframleiðslu.