*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Fólk 5. febrúar 2019 11:41

Leif Av Reyni til Arctic Fish

Leif Av Reyni hefur verið ráðinn verkefnastjóri sjó- og landeldis hjá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish.

Ritstjórn
Leif Av Reyni, nýr verkefnastjóri sjó- og landeldis hjá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish.
Aðsend mynd

Leif Av Reyni hefur verið ráðinn verkefnastjóri sjó- og landeldis hjá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish, sem starfar á sunnanverðum Vestfjörðum. Leif er reynslumikill stjórnandi úr færeysku fiskeldi. Hann mun bera ábyrgð á frekari uppbyggingu og þróun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í Norður-Botni í Tálknafirði - ekki síst með aukna endurnýtingu fyrir augum. Þá mun hann vinna að uppsetningu nýrra eldissvæða fyrirtækisins í Patreks- og Tálknafirði. Leif hefur störf á næstu dögum. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Síðustu átta ár starfaði Leif sem framkvæmdastjóri ferskvatnsafurða hjá Bakkafrost í Færeyjum og þar áður var hann framkvæmdastjóri hjá Vestlax fiskeldisfyrirtækinu. Leif sat í stjórn rannsóknarstöðvar fiskeldis í Færeyjum á árunum 2006-2016 og situr í stjórn JT Electrics sem framleiðir búnað til fiskeldis. Leif býr yfir djúpri og yfirgripsmikilli þekkingu á fiskeldi og hefur m.a. verið ráðgjafi fiskeldisfyrirtækja í Chile og komið að uppsetningu bólusetningakerfa í fiskeldi í Ghana. 

Leif er með B.Sc. gráðu í fiskeldisfræðum frá Háskólanum í Sogndal í Noregi og M.Sc. gráðu í fiskeldisfræðum frá Háskólanum í Stirling í Skotlandi. Hann er fæddur og uppalinn í Þórshöfn í Færeyjum og fluttist síðar í Kollafjörð ásamt eiginkonu sinni, Lailu, að námi loknu. Saman eiga Leif og Laila tvö börn, þau Natösju og Eivind.

Leif hefur ástríðu fyrir fiskeldi og öllu sem því viðkemur, ásamt því að stunda skíði og köfun. Leif þekkir nú þegar vel til íslensks fiskeldis, en í starfi sínu hjá Bakkafrost vann hann náið með hinum rótgróna seiða- og hrognaframleiðanda Stofnfiski, sem og öðrum fiskeldisfyrirtækjum hér á landi.

Stikkorð: Arctic Fish
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is