Erlendum gestum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um rúm 4% í fyrrihluta nóvember, miðað við sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.

Erlendum gestum sem fóru um Leifsstöð fækkaði hins vegar um 5% í október. Umtalsverð fækkun varð hins vegar á ferðum Íslendinga fyrstu 17 daga nóvembermánaðar, eða tæp 60%.

Þá kemur fram að fjölgunin í nóvember er að mestu leyti frá Mið- og Suður-Evrópu eða tæp 24%. Einnig var fjölgun frá Bretlandi tæp 5% og 12% frá Noregi.

Á móti fækkar Bandaríkjamönnum og Dönum. Fróðlegt verður að sjá tölur fyrir mánuðinn í heild.

Á vef Ferðamálastofu má sjá nánari skiptingu.