Það er aðeins einu sinni á ári, þann 25. desember, sem flugsamgöngur til og frá Íslandi liggja yfirleitt niðri en í ár verður breyting þar á. Túristi greinir frá því að Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði opin á jóladag fyrir aðeins eina flugvél.Sú kemur frá Genf í Sviss og er á vegum Easyjet, en vélin mun lenda hér landi um kaffileytið og fara í loftið að nýju kl. 16:50.

Þrátt fyrir að fáir farþegar muni fara um flugstöðina þarf samt sem áður að ræsa út starfsfólk flugvallarins. Ætlast er til þess að verslanir séu opnar við allar brottfarir, og er því ljóst að margir starfsmenn flugvallarins munu þurfa að mæta til vinnu í eftirmiðdaginn á jóladag.