*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 9. september 2014 14:44

Leifsstöð verður breytt

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, gagnrýnir forgangsröðun Isavia.

Jóhannes Stefánsson
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Haraldur Guðjónsson

Til stendur að verja 1.600 milljónum í að endurskipuleggja fyrirkomulag og þjónustu í brottfararsal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

„Það var ákveðið að taka þetta til gagngerrar uppstokkunar meðal annars með tilliti til breyttar samsetningar á farþegunum,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia. Innkaupavenjur erlendra flugfarþega séu ekki þær sömu og íslenskra farþega og breytingin mun taka mið af því. „Undirtónninn í öllu saman er að menn hafi tilfinningu fyrir því að þeir séu staddir á Íslandi en ekki bara hvar sem er í heiminum. Þetta á að gefa flugstöðinni sérstöðubrag í tengslum við land og þjóð,“ segir Friðþór.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, gagnrýnir það að Isavia leggist í kostnaðarsamar endurbætur á Leifsstöð á meðan flugfélagið bíður eftir fleiri brottfararhliðum. Björgólfur segir flugfélagið þegar farið að finna fyrir þrengslum á vellinum. „Þetta hefur sloppið, hingað til.“

Umleitunum Icelandair um fleiri brottfararhlið hefur hins vegar ekki verið svarað af hálfu Isavia.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.