Einn stofnanda Saltfélagsins Leifur Welding hefur selt sinn hlut í félaginu til Pennans. Eftir þessar breytingar er Saltfélagið að fullu í eigu Pennans.

Lárus hefur starfað sem framkvæmdastjóri Saltfélagsins frá stofnun en í samtali við Viðskiptablaðið kom fram að hann myndi láta af því starfi í dag. Gera má má ráð fyrir að stjórnun félagsins verði felld undir húsgagnasvið Pennans. Leifur sagðist ekki geta tjáð sig um hvað hann tæki sér fyrir hendur á næstunni en sagði að fjölmörg spennandi verkefni biðu.

Saltfélagið er húsgagna- og hönnunarverslun við Grandagarð 2. Þar rekur einnig Te & Kaffi kaffihús. Félagið var stofnað í nóvember 2006 af Leifi, Pennanum og Lúmex.