Leiguverð atvinnuhúsnæðis hefur hækkað um 45% á fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans . Á sama tímabili eða milli áranna 2012-2017 hækkaði leiguverð íbúðarhúsnæðis um 47%, verðbólgan á tímabilinu var um 13%. Að jafnaði nam hækkun á áætlaðri meðalleigu á hvern fermetra um 8% á ári.

Greinendur Hagfræðideildarinnar skoðuðu ársreikninga þriggja stærstu leigufélaganna, hjá Eik Reitum og Reginn. Samkvæmt greiningunni hækkaði leiguverð húsnæðis umtalsvert milli áranna 2016 og 2017.

Ef áætlað meðalverð á leigu er sundurliðað eftir atvinnurekstri kemur í ljós að leiga á hótelrýmum er hæst hjá öllum félögunum en lægst er meðalleigan á geymslu- og iðnaðarhúsnæði.

Í heildina hefur áætluð meðalleiga hækkað mest hjá Regin en minnst hjá Reitum.