Töluverðs misskilnings virðist gæta hér á landi um það að langur leigutími auðlindar leiði til eða megi jafna við eignarhald viðkomandi leigutaka á þeirri auðlind sem um ræðir. Með leigu er gengið mun skemur en með framsali eignaréttar.

Þetta er mat lögfræðinganna Bjarneyjar Önnur Bjarnadóttur og Baldvins Björns Haraldssonar. Þau skrifuðu grein um nýtingu orkuauðlinda í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins undir yfirskriftinni „Hvernig nýtum við auðlindir okkar?“ Þau benda m.a. á mikilvægi þess að kveðið sé á um það með skýrum hætti hvað verði um afnotaréttinn þegar samningur aðila rennur sitt skeið. Fátt mæli með sjálfkrafa endurnýjun leigutíma að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Þau skrifa:

„Eðlilegra er að kveðið sé á um að innan hæfilegs frests fyrir lok leigutíma geti aðilar tekið upp samningaviðræður um áframhaldandi leigu ef áhugi er fyrir slíku. Gera verður þær kröfur að fyrir liggi með nægilegum fyrirvara fyrir lok leigutíma hvort nýr samningur verði gerður við fyrri leigutaka eða hvort auðlindin verði boðin öðrum.“

Hvernig nýtum við auðlindir okkar?