Nokkur umræða er nú í Bretlandi um húsnæðismarkaðinn og þróun hans. BBC greinir frá því í dag að samkvæmt skýrslu Joseph Rowntree stofnunarinnar (JRF) muni húsnæðiskostnaður leigjenda hækka gríðarlega á næstu áratugum.

Stofnunin spáir því að árið 2040 verði leigjendur tvisvar sinnum líklegri til að vera undir fátækrarmörkum en húseigendur.  Árið 2008 voru 43% leigjenda undir fátækrarmörkum samkvæmt skýrslunni en talið er að árið 2040 verði 53% þeirra undir mörkunum, sem er 23% aukning.

Forsendan fyrir þessari spá er fyrst fyrst og fremst sú að stofnunin telur að á næstu áratugum, eða fram til ársins 2040, muni leiga á húsnæði hækka um 90% að raunvirði eða tvöfalt meira en laun.

Julia Unwin, framkvæmdastjóri JRF, segir að bregðast þurfi strax við með því að byggja ódýrara húsnæði en nú sé gert.

Lesa má frétt BBC um málið hér og skýrslu JRF hér .