Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að samningur sem var gerður á milli Varnarmálastofnunar og Vodafone í febrúar árið 2010 um um leigu á ljósleiðara feli ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Forsaga málsins er sú að eftir að varnarliðið hvarf á braut árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld að fullu yfir rekstur Ratsjárstofnunar. Hún starfrækti m.a. þrjá ljósleiðara fyrir hönd NATO þrjá ljósleiðara. Í apríl árið 2008 efndu Ríkiskaup fyrir hönd utanríkisráðuneytisins til úboðs á afnotum af tveimur ljósleiðaranna. Markmið þess var að draga úr kostnaði af rekstri ljósleiðaranna, auka aðgang almennings að bandvídd og auka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Vodafone um afnot af einum ljósleiðara. Fimm tilboð bárust frá fjórum félögum. Það tilboð sem hlaut hæstu einkunn var hins vegar dregið til baka og samið við Vodafone sem hlaut næst hæstu einkunnina.

Í júlí fyrir tveimur árum barst ESA kvörtun þar sem því var haldið fram að samningurinn fæli í sér ólögmæta ríkisaðstoð þar sem ekki hefði verið greitt markaðsverð fyrir leigu ljósleiðaranna. ESA er hins vegar á annarri skoðun en stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn hafi verið gerður í kjölfar vel auglýstrar og opinnar útboðsmeðferðar.

Niðurstaða ESA