Leigufélag í eigu Bolla Kristinssonar athafnamanns lækkaði húsaleigu þriggja verslana NTC um 50% í apríl, maí og júní. Ekki þarf að greiða leiguna fyrr en í janúar á næsta ári, að lokinni jólaversluninni. Þá er leigan lækkuð um 20% í júlí, ágúst og september á þessu ári.

Sjá einnig: NTC vart lifað af án hlutabóta

Svava Johansen, eigandi NTC, segir að birgjar og aðrir hafi verið missveigjanlegir. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá sumum. Það er auðvitað líka þeirra hagur að sjá góða viðskiptavini blómstra áfram. Sumir hafa ákveðið að geyma viðskiptaskuldir fram yfir áramót en haldið áfram að senda nýjar vörur sem við borgum. Við veljum þá birgja fram á veginn sem standa með okkur í gegnum þetta en gerum upp við aðra og hættum viðskiptum við þá ef það er ekki skilningur á að það eigi að vinna saman,“ segir Svava.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .