Í Reykjavíkurborg eru yfir 1000 íbúðir skráðar til leigu í gegnum leiguvefinn airbnb. Airbnb veitir einstaklingum tækifæri til að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna sem koma til landsins. Þessu greinir mbl.is frá.

Aukin fjöldi ferðamanna á landinu og skortur á hótelherbergjum hefur orðið til mikillar aukningar á framboði íbúða á airbnb. Margir hafa gert upp eigin íbúðir til að leigja þær út til ferðamanna og jafnvel keypt auka íbúð til þess.

Á Seltjarnarnesi og í Reykjavík austur að Elliðaám eru 930 íbúðir skráðar á vefinn. Þar býður miðbærinn upp á flestar íbúðir, en 60% íbúðanna eru í póstnúmeri 101.

Fleiri íbúðir eru til leigu á sumrin en á veturna, fleiri íbúðir eru til leigu í lengri tíma, enda velja flestir leigusalar lágmarksdvöl.