*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 25. október 2014 07:32

Leigja út leikmuni

Alda Björg Guðjónsdóttir, stofnandi Ugga leikmunaleigu, segir að ákveðin vöntun hafi verið á leikmunaleigu fyrir kvikmyndagerð.

Hlynur Jónsson
Alda ásamt börnum sínum og meðeigendum. Frá vinstri: Júlía, Ágúst Ari og Alda Björg.

Alda Björg Guðjónsdóttir stofnaði fyrirtækið Ugga leikmunaleigu um síðustu áramót. Tilgangur fyrirtækisins er að leigja út leikmuni til auglýsinga-, sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerðar.

„Mér fannst ákveðin vöntun vera á svona leikmunaleigu, nema kannski fyrir utan RÚV, svo við ákváðum að prófa þetta,“ segir Alda. Hún er þó ekki sú eina sem stendur að fyrirtækinu því hún gaf börnunum sínum tveimur, þeim Ágústi Ara Þórissyni og Júlíu Tómasdóttur, hlut í fyrirtækinu í jólagjöf um síðustu jól. Því stendur fjölskyldan saman að rekstrinum.

Alda segir þau reyna að endurnýta hluti sem fólk á, til dæmis í geymslunni heima, en notar ekki og fá það til að koma með hlutina til sín. Eru hlutirnir svo nýttir í leikmuni í kvikmyndir, þætti, auglýsingar og fleira.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.