Ráðuneyti og sveitarfélög greiddu á árinu 2019 samtals um 382 milljónir í viðskiptum við þrjár af stærstu bílaleigum landsins samkvæmt gögnum af vefsíðunni opnirreikningar.is. Þar af námu viðskipti við Höldur ehf. (Bílaleiga Akureyrar) 247 milljónum á meðan viðskipti við ALP, sem rekur bílaleigurnar AVIS og Budget, námu 106 milljónum. Stærsti viðskiptavinur Bílaleigu Akureyrar meðal ríkisstofnana er Umhverfisstofnun með um 34 milljónir en þar á eftir kemur Heilbrigðisstofnun Suðurlands með um 30 milljónir og Ríkislögreglustjóri með um 24 milljónir. Þá námu viðskipti við Hertz 29 milljónum króna auk þess sem þau námu 10 milljónum við Bílaleigu Húsavíkur.

Sjá einnig: Risaviðskipti við ríkið

Hvað varðar viðskipti við hópbifreiðafyrirtæki voru þau mest við Hópbíla eða um 155 milljónir króna en þar af nema viðskipti Vegagerðarinnar 148 milljónum. Á eftir Hópbílum koma svo Kynnisferðir með um 32 milljónir.

Sjá einnig: Auglýsingar fyrir 329 milljónir

Á eftir Bílaleigu Akureyrar voru svo næstmest viðskipti vegna samgangna á landi við Hreyfil en greiddir reikningar til leigubílastöðvarinnar námu um 163 milljónum króna. Landspítalinn er langstærsti viðskiptavinur Hreyfils af ríkisstofnunum með viðskipti upp á 109 milljónir króna en þar á eftir kemur Utanríkisráðuneytið með um 8,5 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .