Wow air var með ellefu flugvélar á leigu.  Sjö flugvélar voru leigðar af félaginu Air Lease Corporation ( ALC ) í Bandaríkjunum og tvær af Jin Shan 20 á Írlandi. Þá er ein leigð af félaginu Tungnaa Aviation Leasing Limited og ein af Sog Aviation Leasing Limited en þessi fyrirtæki eru á Írlandi.

Á mánudaginn kyrrsetti Jin Shan 20 tvær vélar á mánudaginn í Miami í Bandaríkjunum og í Montréal í Kanada. Í nótt létu hinir leigusalarnir kyrrsetja hinar níu vélarnar. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins þurftu forsvarsmenn að útvega nokkur hundruð milljónir króna til að halda vélunum í rekstri en það tókst ekki. Afleiðingarnar voru þær í morgun barst tilkynning frá Wow um að félagið væri hætt rekstri.

„Leigusalarnir misstu þolinmæðina gagnvart félaginu og fjármögnunarferlinu öllu," segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður sem fer fyrir hópi skuldabréfaeigenda, í viðtali við Viðskiptablaðið. „Þetta ferli hefur náttúrulega staðið yfir í fleiri mánuði. Leigusalarnir misstu því eins og áður segir þolinmæðina og kyrrsettu vélarnar. Þar með er starfsemin og fjármögnunin hætt. Við vorum að ræða við nokkra aðila og gekk það nokkuð vel. En það er náttúrulega algjört grundvallarskilyrði hjá þeim sem fjárfesta í flugfélagi að vélarnar séu til staðar. Þessar kyrrsetningar gerðu því útslagið.“

Air Lease Corporation var stofnað árið 2010 af bandaríska milljarðamæringnum Steven Ferencz Udvar-Házy , sem oftast gengur nafninu Steve Hazy . Hann er stjórnarformaður ALC og á lista Forbes yfir ríkustu menn heims.  Í ágúst í fyrra átti félagið og leigði 271 flugvél.

Jin Shan , sem leigir Wow tvær Airbus-vélar, er skráð á Írlandi en móðurfélagið er kínverski bankinn Bank of Communications , sem er einn stærsti banki í heimi. Vélarnar sem voru kyrrsettar eru í eigu Jin Shan .

Félögin Tungnaa og Sog eru skráð á sama heimilisfang í Dublin á Írlandi og  í eigu Sky Aviation Leasing International Limited á Cayman-eyjum í gegnum SKYFIN AIRCRAFT FINANCE III LIMITED , sem er skráði í Dublin á Írlandi.

Vélar frá leigusalanum Air Lease Corporation:

Einkennisstafir : TF-GMA
Tegund : Airbus A321-211
Framleiðsluár : 2016
Farþegafjöldi : 220
Eigandi : ALC A321 7127, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir : TF-GPA
Tegund : Airbus A321-211
Framleiðsluár : 2016
Farþegafjöldi : 220
Eigandi : ALC A321 7237, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir : TF-JOY
Tegund : Airbus A321-211
Framleiðsluár : 2016
Farþegafjöldi : 220
Eigandi : ALC A321 7433 LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir : TF-NEO
Tegund : Airbus A320-251N
Framleiðsluár : 2017
Farþegafjöldi : 180
Eigandi : ALC A320 7560, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir : TF-SKY
Tegund : Airbus A321-253N
Framleiðsluár : 2017
Farþegafjöldi : 220
Eigandi : ALC A321 7694, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir : TF-WIN
Tegund : Airbus A321-211
Framleiðsluár : 2017
Farþegafjöldi : 220
Eigandi : ALC A321 7650, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir : TF-DTR
Tegund : Airbus A321-253N
Framleiðsluár : 2018
Farþegafjöldi : 200
Eigandi : ALC A321 8085, LLC. Kalifornía í Bandaríkjunum.

Vélar frá leigusalanum Jin Shan:

Einkennisstafir : TF-PRO
Tegund : Airbus A321-211
Framleiðsluár : 2017
Farþegafjöldi : 220
Eigandi : Jin Shan 20 Ireland Company Limited. Dublin á Írlandi.

Einkennisstafir : TF-NOW
Tegund : Airbus A321-211
Framleiðsluár : 2017
Farþegafjöldi : 218
Eigandi : Jin Shan 20 Ireland Company Limited. Dublin á Írlandi.

Vélar frá leigusalanum Tungnaa og Sog:

Einkennisstafir : TF-CAT
Tegund : Airbus A321-211
Framleiðsluár : 2018
Farþegafjöldi : 208
Eigandi : Tungnaa Aviation Leasing Limited. Dublin á Írlandi.

Einkennisstafir : TF-DOG
Tegund : Airbus A321-211
Framleiðsluár : 2018
Farþegafjöldi : 208
Eigandi : Sog Aviation Leasing Limited. Dublin á Írlandi.