Alls var 526 leigusamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í mars á þessu,  sem er sami fjöldi og í febrúar. Þannig stendur fjöldi leigusamninga í stað á höfuðborgarsvæðinu í mars en í janúar sl. tók fjöldi samninga nokkurn kipp og fjölgaði um tæp 40% sem þá var mesta hækkun á milli mánaða frá því í janúar í fyrra.

Alls var 614 samningum þinglýst á sama tíma í fyrra þannig að fækkunin á milli ára nemur því rúmum 14%.

Fjöldi leigusamninga á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki í september sl. þegar tæplega 840 samningum var þinglýst.

Á myndinni hér að ofan sést þróun á fjölda leigusamninga á höfuðborgarsvæðinu sl. 2 ár. Þar sést hvernig leigusamningum hefur fjölgað jafnt og þétt s.l. 2 ár þó þeim hafi fækkað nokkuð sl. haust

Ef horft er á landið í heild þá var 790 leigusamningum þinglýst í mars sl., samanborið við 744 samninga í febrúar, sem þýðir 6,2% aukningu á milli mánaða en þó 8,5% fækkun á milli ára.

Fyrir utan höfuðborgarsvæðið var flestum samningum þinglýst á Suðurnesjum, eða 98 samningum og á Norðurlandi þar sem 63 samningum var þinglýst. Í mars var aðeins 3 leigusamningum þinglýst á Vestfjörðum.

Leigusamningar á landsvísu náðu jafnframt hámarki í september sl. þegar um 1.520 samningum var þinglýst. Þar af var um 280 samningum þinglýst á Norðurlandi.