Fasteignamarkaður - Myndir
Fasteignamarkaður - Myndir
© BIG (VB MYND/BIG)
Fjöldi þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu liðna viku var 101 og heildarveltan nam 2.929 milljónum og meðalupphæð á samning 29 milljónir króna. Af þeim voru 69 samningar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir ien íbúðahúsnæði. Er þetta tíu samningum meira en nemur meðaltali síðustu 12 vikna sem er 91 samningur á viku. Þá hefur heildarveltan verið tæpir 2,6 milljarðar króna á viku undanfarnar 12 vikur og meðalupphæð hefur verið 28,5 milljónir króna af því er fram kemur á vef Þjóðskrár Íslands.

Á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Akureyri, 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu og 2 á Suðurnesjum.

Þá var 726 leigusamningum þinglýst á landinu öllu í júní, sem er 4,5 prósenta fækkun frá því í maí, og fækkun um 12,5 prósent frá júnímánuði 2010.