Samkvæmt tölum Fasteignaskrár Íslands fækkaði heildarfjölda leigusamninga íbúðarhúsnæðis í landinu um 20,9% í apríl 2010 frá fyrra mánuði. Er fækkunin í apríl á milli ára 4,6%.

Ef skoðuð er staða einstakra landshluta er sláandi fækkun í þinglýsingu leigusamninga á Vestfjörðum í apríl á milli ára eða um 50%.

Næstmest var fækkunin á Austurlandi, eða um 36,4% og um 18,2% á Vesturlandi. Suðurnes var eini landshlutinn sem var með fjölgun á þinglýsingu húsaleigusamninga á milli ára í apríl, þótt þar hafi verið 22,4% fækkun á þinglýsingu leigusamninga á milli mars og apríl á þessu ári.

Ef skoðuð er nánar fækkunin á milli mars og apríl 2010 var hún langmest á Austurlandi eða 65%.