Að sögn Svans Guðmundssonar, framkvæmdastjóra leigumiðlunnarinnar husaleiga.is, hefur leiguverð á íbúðarhúsnæði lækka umtalsvert undanfarið og telur hann að lækkunin sé um 30% frá síðasta hausti.

,,Í sumar og haust var mikill munur á ásettu verði eigna og tilboðum leigjanda í eignir. Lækkun á leiguverði nálgast mikið tilboð leigjanda í eignir sem segir mér að leiguverð sé að ná jafnvægi," sagði Svanur.

Svanur benti á að neytendasamtökin gerðu könnun á leiguverði samkvæmt verðum sem eru á eignum af heimasíðum tveggja leigumiðlanna og fundu út að leiguverð hafi lækkað um 18%. Ekki hafi verið tilgreint viðmiðunartímbil lækkunar. ,,Það eru ekki nákvæm vísindi því ásett leiguverð er annað en endalegt leiguverð samkvæmt samningum sem gerðir eru. Þó reynum við hjá husaleiga.is að hafa sem réttast verð á eign inná heimasíðu okkar. Það getur þó verið erfitt þar sem hreyfing á eignum er mikið. Eftir áramótin hafa  20 til 30 eignir verið skráðar á vefinn hjá okkur í hverri viku og jafn margar að fara út. Það er sama magn og allar eignir sem seljast í landinu."