Leiguverð á iðnaðarhúsnæði hækkaði um 14% á milli 2019 og 2021, sem er mesta hækkun leiguverðs af öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu fasteignaráðgjafafyrirtækisins Croisette Real Estate Partners um stöðu hagkerfisins á Íslandi þar sem meðal annars er fjallað um atvinnuhúsnæðismarkaðinn á Íslandi. Styrmir Bjartur Karlsson, framkvæmdastjóri Croisette á Íslandi, segir að verið sé að þrýsta iðnaði út fyrir bæjarmörkin og það hafi áhrif á verðmyndun.

„Verð á iðnaðarhúsnæði er búið að hækka mikið vegna þess að léttur iðnaður er að færast úr vissum hverfum eins og Höfða, út á Vellina í Hafnarfirði eða upp á Esjumel. Á Höfðanum hefur verð einnig hækkað töluvert því þar er gert ráð fyrir blandaðri byggð í framtíðinni.“

Velta með atvinnuhúsnæði var um 90 milljarðar króna í fyrra og rúmlega tvöfaldaðist á milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu var veltan í kringum 53 milljarðar króna og þar af var rúmlega helmingur húsnæðisins staðsett í Reykjavík. Í skýrslunni er hins vegar bent á að vegna þéttingarstefnu Reykjavíkurborgar og breyttrar notkunar í sumum hverfum muni velta með atvinnuhúsnæði aukast í öðrum sveitarfélögum á komandi árum. Velta með atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði var í kringum 15 milljarðar króna í fyrra, sem er um fjórðungur af veltunni á höfuðborgarsvæðinu, og spá skýrsluhöfundar miklum vexti í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis þar í bæ á næstu árum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði