Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað á milli júní og júlí. Vísitalan hækkaði um um 0,6%% síðastliðnu þrjá mánuði og 7,4% á síðustu tólf mánuði. Til samanburðar mældist verðbólga 9,9% í júlí. Þjóðskrá birti nýjar tölur fyrir leigumarkaðinn í gær.

Sjá einnig: Húsnæðisverð ekki hækkað hraðar frá 2005

Leiguverð hefur hækkað töluvert hraðar en íbúðaverð á síðustu mánuðum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% í júlí og hefur nú hækkað um 25,5% síðastliðna tólf mánuði. Vísitalan hefur ekki hækkað meira á ársgrundvelli frá því í desember 2005.