Leiguverð húsnæðis hefur hækkað um 8,5 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta sýnir vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Þetta þýðir að reikna má með því að íbúð sem kostaði 150 þúsund að leigja fyrir ári síðan kostar núna 162 þúsund að leigja.

Verð á tveggja til þriggja fermetra íbúðum er hæst vestan Kringlumýrabrautar. Þar er fermetraverð á tveggja herbergja íbúð 2172 krónur á mánuði en fermetraverð á þriggja herbergja íbúðum er 2002 krónur.

Fermetraverð á fjögurra til fimm herbergja íbúðum er hins vegar hæst  milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar. Þar er það 1742 krónur.