Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæð­ inu í apríl var 153,7 stig og hækkaði um 0,9% milli mánaða, en vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Vísitalan hefur hækkað um 5,3% á síð­ ustu þremur mánuðum og 7,4% á síðustu 12 mánuðum. Vísitalan er byggð á þeim 406 leigusamningum sem þinglýst var í apríl.

Leiguverðið er hæst í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en meðaltals fermetraverð á stúdíóíbúð er 3.695 krónur, eða 221.700 krónur fyrir 60 fermetra íbúð.