Þjóðskrá Íslands birti í morgun samantekt um þróun leiguverðs samhliða nýju fasteignamati fyrir árið 2014. Þar kemur fram að á síðustu misserum hefur leiguverð hækkað meira en íbúðaverð. Þannig hefur vísitala kaupverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 16% frá upphafi árs 2011 en vísitala leiguverðs um 21,5% á sama tíma.

Sé litið yfir þróunina kemur í ljós að árið 2007 voru þinglýstir kaupsamningar 15.251 talsins en þinglýstir leigusamningar 6.631. Þessi hlutföll snerust við árið 2008 þegar þinglýstir kaupsamningar voru 6.238 talsins en þinglýstir leigusamningar 8.349. Á undanförnum árum hefur kaupsamningum aftur fjölgað á kostnað leigusamninga eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Kaupsamningar og leigusamningar.
Kaupsamningar og leigusamningar.