*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 18. mars 2015 15:22

Leiguverð hækkar milli mánaða

Leiguverð hefur hækkað um rúmlega 9 prósent síðustu tólf mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 141,2 stig í febrúar 2015 og hækkar um 1,4% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.

Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,8% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 9,1%.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.