Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2% frá fyrri mánuði og náði 153 stigum í júlí 2016. Vísitalan lækkaði um 0,5% síðustu þrjá mánuði, en ef horft er til síðustu 12 mánaða hækkaði hún um 9,1%.

Hæst er leiguverðið á fermetrann í 2 herbergja íbúð í Reykjavík á milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar, eða 2.588 krónur, en næst hæst er verðið í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarness, eða 2.512 krónur fyrir 3 herbergja íbúð. Leiguverðið er lægst á fermetrann á höfuðborgarsvæðinu í 4-5 herbergja íbúð í Garðabæ og Hafnarfirði.

Í júlí voru þinglýstir 556 samningar en talnaupplýsingarnar voru unnar upp úr þeim 348 þeirra sem voru þinglýstir innan tímamarka og annarra skilyrða.

Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs á höfuðborgarsvæðinu. Er íbúðarhúsnæði skipt eftir herbergjafjölda og staðsetningu og er meðalfermetraverð reiknað fyrir 6 flokka íbúðarhúsnæðis.