Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 137,7 stig í júlí og hækkar um 2,9% frá fyrri mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.

Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,8% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 9,3%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Leiguverð á fermetra er hæst í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi. Þar er leiguverð á fermetra stúdíó íbúða 2791 króna. Tveggja herbergja íbúðir á því svæði kosta að meðaltali 2533 krónur fermetra og þriggja herbergja íbúðir 2066 krónur.

Meðalleiguverð fjögurra til fimm herbergja íbúða á þessu dýrasta svæði landsins er 1681 króna á fermetrann.