Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað síðastliðna 12 mánuði um 7,2%. Í júní 2012 var vísitalan 113,6 stig og hafði þá hækkað um 2,3% frá fyrri mánuði. Meðalfermetraverð er reiknað fyrir 6 flokka íbúðarhúsnæðis en talnaupplýsingar um leiguverð í júní 2012 eru unnar upp úr 491 leigusamningi sem var þinglýst í sama mánuði. Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.

Meðalleiguverð á hvern fermeter í 2ja herbergja íbúð miðsvæðis í Reykjavík er því 1829 krónur.