Húsnæðisstuðningur verður óháður því hvort fólk leigi eða sé eigandi og kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta ef hugmyndir nefndar á vegum Velferðarráðuneytisins verða að veruleika.

Ljóst er að stuðningur vegna húsaleigu mun aukast en vegna vaxtabóta minnka.

Kostnaður við nýja kerfið mun vera á bilinu 23 til 27 milljarðar króna, eftir því hversu hátt tekjuskerðingarhlutfallið verður.