Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er komið að þolmörkum miðað við kaupmátt, að sögn Jóhanns Más Sigubjörnssonar, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi og framkvæmdastjóri Leigulistans.

Í Morgunblaðinu í dag lýsir Jóhann því hvernig húsaleiga hefur snarhækkað á meðan laun hafa lítið hækkað. Hann segir að stórir leigusalar stýri orðið leiguverði á markaðinum og dæmi séu um að þeir fari fram á 30% hækkun á húsaleigu þegar þeir yfirtaka íbúðir á leigumarkaði. Jóhann segir að stór leigufélög eigi til að kaupa eignir á yfirverði og láta síðan leigutakann borga fyrir það. Smærri aðilar gangi síðan á lagið og hækki leiguna til jafns við þá stóru.

Jóhann segir að þó töluverð eftirspurn ríki þá sé farið að hægja á markaðinum og hann orðinn viðkvæmari fyrir verði.