Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 142,3 stig í júní 2015 (janúar 2011=100) og lækkar um 1,9% frá fyrri mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði lækkaði vísitalan um 0,8% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 6,4%. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands .

Þar kemur fram að vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík birtist nú vísitölur fyrir apríl, maí og júní ásamt verðupplýsingum fyrir sömu mánuði. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.

Upplýsingar um breytingar á vísitölunni í apríl og maí má skoða hér .