Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 140,2 stig í júlí 2015 og lækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands .

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 2,0%, en síðustu tólf mánuði hefur hún hins vegar hækkað um 1,8%.

Leiguverð á fermetra er hæst í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi. Þar er meðalleiguverð á fermetra 2.270 krónur í stúdíóíbúð, 2.392 krónur í tveggja herbergja íbúð, 2.223 krónur í þriggja herbergja íbúð en 1.977 krónur í fjögurra til fimm herbergja íbúð.