Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 170,3 stig í júní 2017 og lækkar hún um 2,1% frá fyrri mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,3% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 13,5%. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrá Íslands.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Talnaupplýsingar um leiguverð í júní 2017 eru því unnar upp úr 482 leigusamningum sem þinglýst var í júní 2017.