*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 21. febrúar 2018 16:07

Leiguverð lækkar

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði í janúar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 177,7 stig í janúar og lækkar um 1,1% frá fyrri mánuði að því er kemur fram á vef Þjóðskrár. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,3% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 9,2%.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu er ætlað að sýna breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Viðskiptablaðið fjallaði um það fyrr í dag að húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,0% í janúar en þar af hækkaði verð á fjölbýli um 1,1% og verð á sérbýli um 0,7%. Síðustu tólf mánuði hefur húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13%.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is