*

fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Erlent 25. júlí 2016 18:30

Leikfangabransanum spáð 7% vexti

Greiningaraðilar vestanhafs spá því að leikfangabransinn muni slá vaxtamet frá árinu 1999.

Ritstjórn
Latibær
Haraldur Jónasson

Á fyrsta ársfjórðungi 2016 jukust tekjur í leikfangageiranum um allt að 7,5% í samanburði við fyrsta ársfjórðung 2015. Þetta kemur fram í skýrslu NPD Group, en félagið telur að bransinn muni vaxa um 7% þetta árið. Þetta þýðir allt að 21 milljarða dala sala.

Sala með leikföng er mest á seinni hluta ársins, og spila jólin þar stórt hlutverk. Leikföng sem framleidd eru í kring um bíómyndir eru einkar vinsæl, og má sem dæmi nefna að sala á Star Wars leikföngum hefur aukist um 200% á þessu ári.

Stikkorð: Vöxtur Leikföng Markaður