*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 7. september 2015 12:47

Leikir Íslands verða í opinni dagskrá

Síminn, sem rekur Skjá einn og Skjá Sport, á sýningarréttinn á leikjum Evrópumótsins í knattspyrnu á næsta ári.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Leikir Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar verða sýndir í opinni dagskrá. Ákvörðun hefur hins vegar ekki verið tekin varðandi aðra leiki. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu.

Síminn, sem rekur Skjá einn og Skjá Sport, á sýningarréttinn að Evrópumótinu. Samkvæmt skilmálum UEFA er skylt að senda leiki í átta liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum í opinni dagskrá. Þá er einnig skylt að sýna einn leik á dag að auki og leiki íslenska landsliðsins. Alls er um 23 af 51 leik að ræða.

„Við erum nú fyrst og fremst að bíða eftir því að dregið verði riðlana í desember áður en við sjáum hvernig áframhaldið verður. En það er afskaplega fjarri okkur að læsa niður leiki íslenska landsliðsins. Þeir verða að sjálfsögðu sýndir í opinni dagskrá og allri þjóðinni verður veittur aðgangur að þeim,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðlunar og markaða hjá Símanum, í samtali við RÚV.

Stikkorð: Knattspyrna Síminn EM 2016