Rekstri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic hefur verið hætt og dyrum þess lokað. Starfsfólki var í varúðarskyni sagt upp störfum í maí og hætti það um síðustu mánaðamót. Hugverkaréttur fyrirtækisins eru nú í söluferli.

Óvíst var með rekstur Gogogic þegar í byrjun árs en Viðskiptablaðið greindi frá því í janúar að yfirbygging hafi verið skorin niður. Þá hætti Jónas Anton Björgvinsson, einn stofnenda, sem framkvæmdastjóri í fyrrahaust og tók þróunarstjórinn við stýrinu.

Magnús Ragnarson, stjórnarformaður Gogogic, segir tekjur af sölu tölvuleikja ekki hafa staðið undir kostnaði. Botninn hafi tekið úr í ágúst þegar tölvuleikjafyrirtækið SEGA tók leikinn Godsrule úr dreifingu en þá hafi rekstrinum verið sjálfhætt.

„Ákvörðun þeirra markaði endalok okkar,“ segir Magnús. Hann bætir við að stjórn Gogogic sé ánægð með að engin vanskil eru á félaginu og peningar til í sjóði. Vonast er til þess að sala á hugverkum og búnaði muni skila hluthöfum einhverju.

Skjámynd af netleik Gogogic, Prof. Milton Clodbottle´s Astounding Habitarium, sem unnin er fyrir netleikjasíðu Nickelodeon Virtual Worlds.
Skjámynd af netleik Gogogic, Prof. Milton Clodbottle´s Astounding Habitarium, sem unnin er fyrir netleikjasíðu Nickelodeon Virtual Worlds.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Skjámynd af netleik Gogogic, Prof. Milton Clodbottle´s Astounding Habitarium, sem unnin var fyrir netleikjasíðu Nickelodeon Virtual Worlds.