Leikskólakennarar og Samband íslenskra sveitarfélaga náðu saman í kjaradeilu aðilanna á áttunda tímanum í gærkvöld, að því er kemur fram í Fréttablaðinu.

Boðað hafði verið til vinnustöðvunar þann 19. júní næstkomandi en þá hefði þeim deildum sem voru með leikskólakennara sem deildarstjóra verið lokað. Vinnustöðvun hefði raskað mjög starfi leikskólanna en þó ekki leitt til þess að þeim hefði öllum verið lokað að fullu.

Hinn nýi kjarasamningur gildir í eitt ár.