Íslenski víkingaleikurinn Viking of Thule hefur verið tilnefndur sem besti Norræni leikurinn árið 2011 á árlegu ráðstefnunni Nordic Game. Íslenska leikjafyrirtækið Gogogic framleiðir leikinn en um er að ræða svokallaðan fjölspilunarleik (MMO) á Facebook. Í tilkynningu frá Gogogic segir að meðal annarra leikja sem eru tilnefndir í flokknum eru Age of Conan og Battlefield Bad Company 2.

Viking of Thule byggir á norrænni goðafræði, menningu víkinga, landnámi Íslands og Íslendingasögunum. „Í leiknum leika menn hlutverk víkingahöfðinga sem kemur til eyjunnar Thule og þarf að brjótast þar til auðs, valda og vegsemdar. Lokamarkmiðið er að verða einn af þeim 39 goðum sem sitja á hinu háa Alþingi. Til þess þarf að byggja upp veglegt víkingabýli, ráða jarla, húskarla, nornir og vinnufólk,  sigra aðra víkinga í einvígjum, leysa háskalegar þrautir, ræna og rupla hjá öðrum spilurum og eiga í viðskiptum við þá.  Vikings of Thule er þannig úr garði gerður að eftir því sem fleiri vinir spila leikinn saman því betur gengur að komast áfram í honum.

Vikings of Thule var first settur í loftið árið 2009 en verið uppfærður oft síðan. Leikurinn hefur tvisvar fengið styrki  frá Nordic Game Program árið 2008 og 2009,“ segir í tilkynningu.

Heimasíða Gogogic .