Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt túlkun um atkvæðisrétt í sparisjóðum varðandi til hvaða sjónarmiða skuli líta til við mat á tengslum aðila. Þannig getur eigandi 5% hlutar ekki farið með meiri atkvæðarétt í krafti þess að hann stýri öðru fyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn sem FME sendir túlkun frá sér um þetta mál.

Samkvæmt 3. mgr. 70. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er engum heimilt að fara með meira en alls 5% af heildaratkvæðamagni í sparisjóði, hvort sem yfirráð yfir atkvæðisrétti byggjast á beinni eða óbeinni hlutdeild í stofnfé sparisjóðs.

Ákvæði um atkvæðisrétt í sparisjóðum hefur allt frá árinu 1985 verið orðað með þeim hætti að einstökum stofnfjáreigendum sé aldrei heimilt að fara með meira en ákveðinn hluta af heildaratkvæðamagni í sparisjóði. lögum nr. 87/1985, um sparisjóði var lögfest ákvæði um atkvæðisrétt í sparisjóðum. Í 2. mgr. 20. gr. þeirra laga sagði: ?Þó er einstökum sparisjóðsaðilum aldrei heimilt að fara með meira en 1/5 hluta af heildaratkvæðamagni í
sparisjóði, sbr. þó 70. gr.?. Með lögum nr. 43/1993, um viðskiptabanka og sparisjóði, var lagagreininni breytt og aukið við þær kröfur sem lagagreinin setti. Í fyrsta lagi var heildaratkvæðamagn það sem kveðið var á um lækkað úr 20% í 5% og í öðru lagi var sett inn orðalagið: ?...fyrir sjálfs sín hönd eða annarra...?Megin rökin fyrir þessum breytingum voru að stuðla enn frekar, en áður hafði verið gert, að valddreifingu innan sparisjóða. Með lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, var orðalagi ákvæðisins breytt á þann hátt að bætt var inn í greinina orðalaginu ?...beinni eða óbeinni hlutdeild í stofnfé sparisjóðs...?.

Samkvæmt skýringum með breytingunum var tilgangurinn sá að koma í veg fyrir að farið væri í kringum reglur um hámark atkvæðisréttar með eignarhaldi tengdra aðila á eignarhlutum. Sérstaklega var fjallað um þá meginstoð sparisjóðalöggjafarinnar að eignarhald í sparisjóðum skuli vera dreift. Fram kom að með breytingunum væri enn frekar stuðlað að valddreifingu innan sparisjóða og að auki var ákvæðinu ætlað að stuðla að því að fleiri einstaklingar eða lögaðilar sæju sér fært að festa fjármuni sína í sparisjóðum segir í greinargerð FME.