Í frétt í Viðskiptablaðinu í dag var sagt að rekstrarhagnaður Actavis væri 341 milljón evra, sem samsvarar 30,6 milljörðum króna. Þarna er átt við veltu eða heildarsölutekjur samstæðunnar (e. group revenues) en ekki hagnað.

Hagnaður Actavis á árinu var 31,9 milljónir evra, eða 3,5 milljarðar króna. Í fréttinni er talað um heildarhagnað samstæðunnar og eru þær tölur réttar Hins vegar er það villandi að tala um sölutekjur sem rekstrarhagnað og beðist er velvirðingar á mistökunum